Hver erum við

Hvað get ég gert sf. (6809090670)
VSK.nr.:
104024
Póstfang og lögheimli: Smáragötu 28, 900 Vestmannaeyjar

Vefsíðan: https://www.hvadgeteggert.is
Netfang: pantanir@hvadgeteggert.is

Sendingar

Innanlands setjum við vöruna að öllu jöfnu í póst innan 2-5 virkra daga. Burðargjaldið fer eftir fjölda bóka í sendingu og kemur fram í heildarverði pöntunarinnar áður en greiðsla er samþykkt.

Við sendum líka pantanir til útlanda en þá lengist afhendingartíminn eftir því til hvaða lands sendingin á að fara og póstburðargjaldið er hærra. 

Pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Hvað get ég gert sf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send úr vefverslun Hvað get ég gert sf og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Greiðsla

Hægt er að greiða fyrir vöru með öllum helstu kredit- og debitkortum. Allar greiðslur fara í gegnum PCI vottaða og örugga greiðslusíðu KORTA. 

Skilaréttur

Hægt er að skipta bókum innan 14 daga frá afhendingu að því tilskildu að bækurnar séu til sölu í vefversluninni, séu enn óopnaðar og í plasti. Kaupandi ber sjálfur kostnað af endursendingargjaldinu.