Um þýðendur
Árný Ingvardóttir
Árný útskrifaðist með BA í sálfræði frá Háskóla Íslands haustið 2005 og með embættispróf (Cand.psych.) í sálfræði frá Háskólanum í Árósum haustið 2008. Hún lauk meistaraprófi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá HÍ árið 2013. Á árunum 2009 til 2013 var Árný sjálfstætt starfandi sálfræðingur á eigin stofu, auk þess að kenna á uppeldisnámskeiðum fyrir foreldra á vegum heilsugæslunnar og veita ráðgjöf á sálfræðivefnum persona.is. Þá starfaði hún í fræðslumálum hjá Umferðarstofu og Samgöngustofu frá 2013 til 2015. Árný hefur frá árinu 2016 starfað sem sálfræðingur og verkefnastjóri hjá Umhyggju – félagi langveikra barna auk þess að veita viðtöl á stofu.
Thelma Gunnarsdóttir
Thelma útskrifaðist með BA í sálfræði frá Háskóla Íslands haustið 2000 og með embættispróf (CSND.psych.) í sálfræði frá Háskólanum í Árósum vorið 2008. Hún lauk viðbótarnámi í hugrænni atferlismeðferð 2013 og hlaut sérfræðiviðurkenningu í klínískri barnasálfræði 2017. Thelma starfaði í 9 ár sem sálfræðingur við leik- og grunnskóla. Frá 2015 hefur hún starfað sem sálfræðingur á heilsugæslu auk þess að starfa sjálfstætt á stofu. Samstarf Thelmu og Árnýjar um þýðingu og útgáfu á meðferðarbókum fyrir börn hófst árið 2009 og eru bækurnar orðnar fimm talsins.