Um þýðendur
Árný Ingvarsdóttir
Árný útskrifaðist með BA í sálfræði frá Háskóla Íslands haustið 2005 og með embættispróf (Cand.psych.) í sálfræði frá Háskólanum í Árósum haustið 2008. Á námsárum sínum starfaði Árný í hlutastarfi hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík sem persónulegur ráðgjafi fyrir börn í vanda. Vorið 2008 tók hún starfsnám á kvennasviði og krabbameinsdeild Landspítala- Háskólasjúkrahúss, þar sem skjólstæðingar hennar voru barnshafandi konur, nýbakaðar mæður sem og krabbameinssjúkir og aðstandendur þeirra. Veturinn 2009 sinnti Árný hlutastarfi við hegðunarmótun og sérkennslu. Frá árinu 2009 til 2013 var Árný sjálfstætt starfandi sálfræðingur á eigin stofu, og hefur einnig frá þeim tíma kennt á uppeldisnámskeiðum fyrir foreldra á vegum heilsugæslunnar auk þess að veita ráðgjöf á sálfræðivefnum persona.is. Árið 2013 útskrifaðist Árný með meistarapróf í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Ísland.
Thelma Gunnarsdóttir
Thelma starfar sem sálfræðingur hjá Fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar. Verkefni hennar þar snúa að ráðgjöf, greiningu og meðferð á leik- og grunnskólabörnum auk vinnu í barnavernd. Thelma er meðlimur í áfallateymi undir stjórn Heilbrigðisstofnunar í Vestmannaeyjum. Hún útskrifaðist með BA í sálfræði frá Háskóla Íslands haustið 2000 og með embættispróf (Cand.psych.) í sálfræði frá Háskólanum í Árósum vorið 2008. Að loknu BA námi gegndi Thelma ráðgjafarstöðu hjá félagsþjónustu í um fimm ár.