Header image  
bækur fyrir börn  
  
   

... þegar erfitt er að SOFNA?

Image 1

Væri ekki frábært ef þú gætir skriðið upp í rúm, hjúfrað þig undir sænginni og sofnað án nokkurs vesens eða ótta? Án þess að sperra eyrun við hvert hljóð eða hugsa um vonda karla? Án þess að fá þér meira vatn, biðja um auka knús eða fara enn einu sinni á klósettið? Háttatíminn reynist sumum börnum erfiður.
Ef þú ert barn sem átt erfitt með að sofna og ert viss um að ekkert nema töfrar gætu gert háttatímann auðveldari, þá er þessi bók fyrir þig.

Hvað get ég gert þegar erfitt er að sofna? leiðir börn og foreldra í gegnum aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem notaðar eru til að takast á við svefnvanda. Ótti, virkur hugur, eirðarleysi og of mikil þörf fyrir nærveru foreldranna eru meðal þess sem tekið er á um leið og börnin læra aðferðir sem bæta svefninn. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er því heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn til að sofna sjálf og sofa vel.
 

... við of mikla NEIKVÆÐNI?

Image 1


Vissirðu að lífið er eins og hindrunarhlaup? Það er bæði spennandi og skemmtilegt, en þó eru hindranir á leiðinni sem komast þarf yfir.  Ef þú ert krakki sem nöldrar svo mikið yfir hindrunum að þú nærð ekki að njóta þess góða sem lífið hefur upp á að bjóða, þá er þessi bók fyrir þig.

Hvað get ég gert við of mikla neikvæðni leiðir börn og foreldra þeirra gegnum aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem notaðar eru til að breyta neikvæðri hugsun. Líflegar myndlíkingar og teikningar hjálpa börnum að sjá hindranir í lífinu út frá nýju sjónarhorni á meðan verkefni hjálpa þeim að tileinka sér færni til að komast yfir þessar hindranir.  Með ”skref-fyrir-skref” leiðbeiningum er börnunum beint í átt til jákvæðara og hamingjusamara lífs.  Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er því heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í að bæta líf sitt og líðan.

   

... þegar REIÐI tekur völdin?

Image 1

Vissirðu að reiði er eins og eldur? Hún hefst með litlum neista sem ýtir undir kraft okkar og tilgang.  En hún getur líka orðið að stjórnlausu báli og valdið okkur margs konar vandræðum.  Ef þú ert barn sem reiðist auðveldlega og þér finnst reiðin verða of mikil, of heit, of hratt, þá er þessi bók fyrir þig.

Hvað get ég gert þegar reiði tekur völdin hjálpar börnum og foreldrum þeirra að beita aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar sem notaðar eru til að vinna á reiðitengdum vandamálum. Góð dæmi, líflegar myndskreytingar og "skref fyrir skref" lýsingar kenna börnum aðferðir í reiðistjórnun sem miða að því að kæla reiðihugsanir og minnka reiðitengda hegðun, sem leiðir til þess að börnin verða rólegri og afkastameiri.   Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna að breytingum

 

 

... við of miklar ÁHYGGJUR?

Image 1

Vissirðu að áhyggjur eru eins og tómatar? Nei, þú getur ekki borðað þær en þú getur látið þær vaxa og dafna með því einu að hugsa um þær. Ef áhyggjurnar eru orðnar svo miklar að þær trufla þig í daglegu lífi þá er þessi bók fyrir þig.

Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur? hjálpar börnum og foreldrum við að beita aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, sem oftast er notuð við meðhöndlun á kvíða. Líflegar myndlíkingar og myndskreytingar auðvelda lesendum að skilja hugtök um leið og skýrar „skref fyrir skref“ aðferðir og verkefni í formi teikninga og orða hjálpa barninu að öðlast nýja færni til að draga úr kvíða. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna bug á ofvöxnum áhyggjum.